VIV II

RU ráðgjöf ehf er samstarfsaðili Íslenskra verðbréfa hf og ÍV sjóða hf um rekstur veðskuldabréfasjóðsins, VIV II.  Um fagfjárfestasjóð er að ræða.

Sjóðurinn leitar fjárfestingatækifæra.

Veðskuldabréfasjóður ÍV – VIV II er fagfjárfestasjóður með 6,1 ma. fjárfestingargetu. Sjóðurinn fjárfestir í löngum verðtryggðum skuldabréfum útgefnum af lögaðilum sem tryggð eru með veði í atvinnufasteignum eða ibúðasöfnum. Starfsemi sjóðsins miðast að því að mynda á fjárfestingartímabili hagkvæmt safn veðskuldabréfa þar sem undirliggjandi veð dreifast með heilbrigðum hætti mv. nýtingu og staðsetningu. Fjárfestingartímabil sjóðsins hófst 2.maí 2019 og lýkur í síðasta lagi 2. maí 2022.

Sjóðurinn starfar sem fagfjárfestasjóður skv. lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði og fjármagnar fjárfestingar sínar með útgáfu hlutdeildarskírteina til fagfjárfesta. Eigendur eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins.

Rekstrarfélag sjóðsins er ÍV sjóðir hf., kt. 491001-2080. Félagið er fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Félagið er til heimilis og hefur aðstöðu hjá Íslenskum verðbréfum hf., að Hvannavöllum 14, 600 Akureyri

Sjóðstjóri: Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri ÍV sjóða hf.

Fjárfestingarráð:

Hreinn Þór Hauksson, ÍV sjóðir hf

Harpa Samúelsdóttir, Lögfræðingur ÍV sjóða hf.

Jón Helgi Pétursson, aðstoðarforstjóri ÍV hf.


Tengiliðir: Ragnar Lárus Kristjánsson og Unnar Smári Ingimundarson