Þjónusta í boði

Þjónusta í boði:

–      Fasteignafjármögnun

–      Greining fjárfestingatækifæra / Kaup og sala fasteigna, útleiga

–      Verðmat fasteigna

–      Fjárhagsleg greining fasteignaverkefna og ráðgjöf til fjárfesta

 

Þjónustuframboð nánar:

Fasteignafjármögnun / endurfjármögnun:

–      Veitum ráðgjöf um hagstæðustu fjármögnunarleiðir hverju sinni, samskipti og samningagerð við lánveitendur fyrir hönd viðskiptavina.

–      Fagleg vinnubrögð, öflugt tengslanet, reynsla og þekking á þessu sviði tryggir árangur.

 

Greining fjárfestingatækifæra / Kaup og sala fasteigna, útleiga:

–      Við greiningu fjárfestingatækifæra felst þjónusta í að greina, meta og finna tækifæri á fasteignamarkaði fyrir byggingaraðila, fasteignafélög og fjárfesta, ásamt því að vera ráðgefandi við kaup og fjármögnun.

–      Við kaup fasteigna felst þjónusta í að finna álitlegar fasteignir eða safn eigna, kanna hvort þær séu til sölu og veita ráðgjöf við fjármögnun og annast  samskipti við lánveitendur.

–      Við sölu fasteigna felst þjónusta í að verðmeta eignir og veita ráðgjöf um sölutilhögun þeirra.

–      Við útleigu atvinnuhúsnæðis felst þjónusta í að vera ráðgefandi um leiguverð og aðstoð við útvegun og mat á leigutaka.

–      Höfum ennfremur mikla reynslu í skjalagerð á þessu sviði.

 

Verðmat fasteigna:

–      Áralöng reynsla af verðmati fasteigna með viðurkenndum sjóðstreymis-, endurstofns- eða markaðsaðferðum.

–      Algengt er að þessar aðferðir séu notaðar saman við verðmat fasteigna.

–      Mikilvægt að vanda til verka og draga fram þau atriði sem máli skipta hverju sinni.

–      Þekking á markaðsaðstæðum og reynsla í greiningum á fasteignamarkaði nýtist við gerð verðmata.

 

Fjárhagsleg greining fasteignaverkefna og ráðgjöf til fjármálastofnana:

–      Veitum óháða ráðgjöf á ýmsum sviðum sem tengjast greiningum fasteignatengdra verkefna á sviði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.

–      Erum ráðgefandi í tengslum við fasteignatengdar afurðir, s.s varðandi uppbyggingu og rekstur fasteigna- og veðskuldabréfasjóða.

–      Sérhæfing okkar, þekking á fasteignamarkaði og reynsla af fjárhagslegum úttektum fasteigna fyrir lánveitendur kemur sér vel fyrir viðskiptavini okkar.